16.12.2007 14:57

Jólin eru að koma

Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, það er bara rétt rúm vika í jólin!! Við erum nú bara róleg yfir þessu öllu saman, erum búin með flestar jólagjafirnar og svona. En annars er bara allt gott að frétta héðan úr Klapparhlíðinni. Alexander Óli stækkar bara og stækkar, hann er orðinn svo duglegur, labbar með öllu, er farinn að dansa við tónlist og svo talar hann og talar (að vísu skilst ekkert hvað hann er að segja en það er aukaatriði ) Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum þessa dagana, hann er svo kátur og glaður alltaf, hann unir sér rosalega vel hjá dagmömmunni og við gætum ekki verið heppnari með það. Á miðvikudaginn eru við svo að fara í tíu mánaða skoðun en hann er einmitt tíu mánaða í dag!! Hlakka rosa mikið til að sjá hvað hann er orðinn langur því það hefur sko heldur betur tognaðu úr honum.


hehe litli töffarinn

Endilega kíkið á allar nýju myndirnar

Jólakveðjur frá okkur öllum

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58712
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 09:04:48